Fréttir

Fréttir

[Júní 2020]


Við styðjum Viktor Gísli Hallgrímsson



MT Ísland er persónulegur styrktaraðili fyrir Viktor sem spilar með GOG i Danmörku. Hann er uppalinn hjá Fram og hefur spilað þar frá 2016 til 2019, síðan þá hefur hann spilað með GOG og staðið sig með prýði.


Við erum virkilega stoltir af því að styrkja þennan bráðefnilega markmann.


Við hjá MT Ísland og Midtfyn totalservice óskum Viktori góðs gengis á komandi keppnistímbili

Engilega fylgið MT ísland við munum setja upp myndskeið aðra hverja viku hér á síðuna af tilþrifum hans hjá GOG


Viktor Gísli



[Júní 2020]


MT Ísland komnir á Facebook 


Við erum komnir á Facebook og hér er hlekkur á síðuna okkar. Þeir sem vilja fylgjast með okkur er bent á að „Læka“ síðuna.



[Júní 2020]


Fréttabréf Júní 2020


Í fyrsta fréttabréfi MT Ísland má lesa um fyrstu 5 mánuðina.


Hér má nálgast fréttabréf MT Íslands.



[Janúar 2020]


Holræsabíll tekinn í notkun


Danska fyrirtækið Midtfyns Totalservice hefur bætt við sig holræsabíl.


Bíllinn er hin fullkomnasti og getur notast til stíflulosunar, hreinsun frárennslislagna, rotþróa, niðurfalla, dælubrunna, firugildra auk eiturefna og hverskonar inaðarúrgangs.


Við höfum unnið að mörgum verkefnum þar sem þörf hefur verið á holræsabíl. Þess vegna ákváðum við að festa kaup á einum slíkum.

[Nóvember 2019]


MT Ísland


Í byrjun nóvember var fullur gámur með öllum tækjum og tólum, ásamt tilbúnum þjónustubíl sent til Ísland.


Næsta á dagskrá er að tæma gáminn og innrétta aðsetur okkar.


[Október 2019]


MT Ísland


Opnun deildarinnar á Ísland stendur í fullum undirbúning. 


Undirbúningurinn að opnun deildarinnar hefur staðið til í þónokkurn tíma. Við höfum á þeim tíma heimsótt Ísland nokkrum sinnum til að kynna þjónustuna sem við bjóðum uppá. En viðbrögðin hafa verið mjög jákvæð. 


Mikil vitundavakning hefur verið á Íslandi síðast liðin ár varðandi myglu og rakaskemmdum. Við vonum þess vegna að reynsla okkar og þekking á sviði tjóna og myglu geti komið Íslendingum að góðum notum. 


Bráðlega sendum við fullan 20 feta gám með tækjum og tólum, ásamt þjónustubíl til Íslands. Við reiknum með að vera tilbúnir að bjóða fram þjónustu okkar í lok nóvember.


Fyrst um sinn mun Arnór Arnórsson sjá um stjórnun deildarinnar á Íslandi, en aðrið starfsmenn danska fyrirtæksins Midtfyns Totalservice verða svo sendir til landsins til að vinna.



[September 2019]


Nýr fjármálastjóri



Frá og með 1.september höfum við ráðið Mia Bender Kristiansen sem fjármálastjóri á skrifstofu okkar í Danmörku


Mia starfaði áður BDO endurskoðun. Mia hefur mikla reynslu á sviði fjármála og bókhalds.





[Águst 2019]


Eldur í aðsetum okkar í Danmörku


Miðvikudaginn þ. 24. júlí 2019 kveiknaði eldur í aðsetum okkar í Danmörku. 


Ekki er vitað hvernig eldurinn kom upp, en eldurinn átti upptök sín í verkstæðinu. Það tók um 6 tíma að slökkva eldinn. Eldtungur stóðu upp úr húsinu um tíma og miklar skemmdir hafa orðið á húsnæðinu. Öll tæki fyrirtækisins voru geymd á verkstæðinu og því er um mikið tjón um að ræða. Ekkert tjón var á fólki eða á starfsmönnum fyrirtæksins. 


Á meðan slökkviliðið var að slökkva eldinn, vann starfsfólkið af því að panta efni og tæki svo eldurinn myndi ekki bitna á viðskiptavinum okkar.


Hér má lesa frá fyens.dk um eldinn.