Mygla, PCB og asbest

Mygla, PCB og Asbest

Mygla


Vatnstjón og mygla geta haldist í hendur. Mikilvægt er að bregðast hratt við vatnstjóni og gera við vatnsleka eins fljótt og auðið er. Þessi tjón geta boðið uppá ákjósanlegar aðstæður fyrir myglusvepp að vaxa og dafna.


Myglusveppur þarf fyrst og fremst raka til að myndast og eitthvað lífrænt efni til að vaxa og dafna. Við hátt loftrakastig getur myglan breiðst út.


Við kjöraðstæður tekur það u.þ.b. 24-48 klukkustundir fyrir myglugró að festa rætur. Ef myglugró hefur fest rætur og vöxtur er sýnilegur, er mikilvægt að fjarlægja mygluna sem fyrst, svo myglusveppurinn dreifir sér ekki.


Ráðgjöf

Myglusvepp á að taka alvarlega og mælt er með að leita sér faglegrar aðstoðar til að fá mat á umfangi myglunnar.


Ef þú hefur grun um annaðhvort rakavandamál eða myglusvepp í húsnæðinu þínu er MT Ísland kjörinn samstarfsaðili til að leysa vandann. Við erum með margra ára reynslu í meðhöndlun á rakavandamálum og myglusvepp. Sérþekking og símenntun starfsmanna okkar tryggir að vandamál af þessu tagi eru leyst á faglegan og hagkvæman hátt. 


Myglusýni 

Við bjóðum viðskiptavinum okkar að taka myglusýni. Mismunandi sýni eru í boði og það fer eftir aðstæðum hvaða sýni henta best. Ryk, efnis, teip og DNA sýni eru send til frekari rannsóknar hjá verkfræðistofu OBH í Danmörku. Það tekur u.þ.b. 7-10 daga að fá niðurstöður. 


Í niðurstöðunum koma fram hvaða myglusveppir vaxa á ætinu og hversu margar kólóníur eru á sýninu. Teip og efnissýni sýna einnig hvort að mygluvöxtur sé til staðar eða ekki. 

MT Ísland er eina fyrirtækið á Íslandi sem er með vottun frá Mycometer.

Mycometer surface er strokusýni sem notað er aðallega eftir mygluhreinsun. Þegar búið er að mygluhreinsa þarf að vera hægt að sjá hvort hreinsunin hafi verið fullnægjandi eða ekki. Mycometer surface sker úr um það. 
MT Ísland er með tækjabúnað og vottun frá Mycometer sem gerir okkur kleift að greina sýnin innan fárra klukkutíma.

Mycometer Air er loftgæðasýni sem notað er til að kanna loftgæði rýmis. Tekin eru tvö sýni í einu, eitt sem sýnir magn myglu og annað sem sýnir magn annara ofnæmisvaldandi efna í andrúmsloftinu. Niðurstöður fást yfirleitt innan sólarhrings og hjálpa þær til við að sjá hvort mögulegur mygluvöxtur sé til staðar eða ekki. 




Okkar ráðgjöf 

  • Við metum aðstæður, gerum mælingar og úttekt af umfang myglunnar 
  • Við tókum myglupróf sem er svo sent til nánari rannsóknar
  • Við hreinsum og fjarlægjum mygluna
  • Við tryggjum að réttur hlífðar- og öryggisbúnaður er notaður hverju sinni
  • Við vinnum í góðri samvinnu með verkfræðingum


Gæðaeftirlit

  • Við framkvæmum myglupróf þegar okkar vinnu er lokið
  • Prófið gefur niðurstöðu um hvort myglan sé farin
  • Niðurstaða fengin eftir nokkrar klukkustundir


Myglusveppur? Hvers vegna myndast myglusveppur í byggingum?

Orsakirnar eru oft:


NÝBYGGINGAR

  • Að byggingarefni eða byggingarhlutar eru ekki orðnir þurrir áður en húsið er tekið í notkun
  • Byggingin er ekki nógu vel einangruð og kuldabýr myndast
  • Byggingagallar
  • Frágangur ekki nógu góður eins og t.d. rakavarnarlag
  • Ónóg útloftun


ELDRI BYGGINGAR 

  • Ónóg eða engin einangrun
  • Tæring eða skemmd á pípulögnum
  • Ónóg loftræsting í íbúðahúsnæði
  • Ónóg loftræsting í lagnakjallara
  • Raki frá sökkli
  • Ónóg útloftun
  • Raki frá jarðvegi
  • Vöntun á reglulegu viðhaldi


Atferli

Venjur okkar og hegðun hefur áhrif á hvort myglusveppur myndast í íbúðarhúsnæði. Til dæmis getur rangt hitastig og ónæg loftræsting innandyra valdið rakaþéttingu, sem eru kjöraðstæður myglusvepps.


Meðaltalsfjölskylda losar allt að 15 lítra af vökva á sólarhring út í íbúðina. Þetta gerir kröfur um loftræstingu húsnæðisins og líka um hvernig atferli okkar innandyra er.


MT Ísland getur í svona tilfellum hjálpað til við að leysa þessi vandamál og með bæði ráðgjöf og hreinsun, sjá til þess að koma í veg fyrir vandamál af þessu tagi.


Innivist - Verkáætlun

  • Metum aðstæður, gerum mælingar og úttekt til að ákvarða umfang
  • Vinnuáætlun og tímaplan um verkið
  • Myglusýni, sem sendist til nánari rannsóknar
  • Við tryggjum að réttur örygggis- og hlífðarbúnaðar er notaður hverju sinni
  • Við hreinsum og fjarlægum mygluna
  • Við tökum myglupróf eftir að okkar vinnu er lokið til að sannreyna að myglan hafi verið fjarlægð
  • Þrif á verkstað
  • Loka úttekt
  • Verklok


Skýrsla

  • Við öll tjón er gerð skýrsla um verkefnið með myndum til skráningar



Asbest, PCB og Blý


Við höfum tamið okkur faglega nálgun við að fjarlægja og farga byggingarefni sem innihalda heilsuspillandi og hættuleg efni. Einvörðungu þeir sem hafa réttindi og þekkingu til að að fjarlægja þessi efni, taka þátt í slíkum verkefnum í okkar fyrirtæki. Við þessar aðstæður vinnum við eftir viðurkenndum verklagsreglum. Grundvallaratriði við slíkar aðstæður er að fylgja reglum um réttan öryggis- og hlífðarbúnað fyrir starfsmenn og farga eiturefnin á viðurkenndum förgunarstöðum.


PCB 

PCB stendur fyrir polychlorianted biphenyl. PCB er efnaflokkur með yfir 200 lífræn hringsambönd tengd klór. Efnið er umhverfis- og heilsuspillandi og hefur eituráhrif á efnaskipti líkamans, sem getur verið krabbameinsvaldandi.


Vegna margra eiginleika var PCB notað sem aðskotaefni í byggingarefnum árunum 1950-1977. Í framleiðsluferlinu er efnið í olíuformi. Árið 1977 var notkun PCB stranglega bönnuð í Danmörku.


Byggingarefni þar sem PCB hefur verið notað sem aðskotaefni: þéttingar á gluggum, málningu, rafþéttum, gólfefnum og fúgum.


MT Ísland býður viðskipavinum að taka sýni sem síðan er sendt til frekari rannsóknar um hvort efnið innihaldur PCB.


Asbest

Asbest er samheiti yfir nokkrar steintegundir sem allar eiga það sameiginlegt að mynda asbestþræði.

Á árunum 1930 til 1970 var asbest aðallega notað í hljóð og hitaeinangrun, lím, leir og gólfdúk.


Asbest brotnar auðveldlega niður og myndar smáar asbestagnir. Við innöndun festast þessar agnir í lungum.

Við mikið magn geta þessar agnir haft áhrif á líkaman. En það kemur fyrst fram ca. 20-40 árum seinna, þá sem alvarlegt krabbamein.


Byggingarefni þar sem Asbest hefur verið notað sem aðskotaefni: þakplötur, plötur og röreinangrun.