Vatnstjón og mygla geta haldist í hendur. Mikilvægt er að bregðast hratt við vatnstjóni og gera við vatnsleka eins fljótt og auðið er. Þessi tjón geta boðið uppá ákjósanlegar aðstæður fyrir myglusvepp að vaxa og dafna.
Myglusveppur þarf fyrst og fremst raka til að myndast og eitthvað lífrænt efni til að vaxa og dafna. Við hátt loftrakastig getur myglan breiðst út.
Við kjöraðstæður tekur það u.þ.b. 24-48 klukkustundir fyrir myglugró að festa rætur. Ef myglugró hefur fest rætur og vöxtur er sýnilegur, er mikilvægt að fjarlægja mygluna sem fyrst, svo myglusveppurinn dreifir sér ekki.
Ráðgjöf
Myglusvepp á að taka alvarlega og mælt er með að leita sér faglegrar aðstoðar til að fá mat á umfangi myglunnar.
Ef þú hefur grun um annaðhvort rakavandamál eða myglusvepp í húsnæðinu þínu er MT Ísland kjörinn samstarfsaðili til að leysa vandann. Við erum með margra ára reynslu frá Danmörku í meðhöndlun á rakavandamálum og myglusvepp. Sérþekking og símenntun starfsmanna okkar tryggir að vandamál af þessu tagi eru leyst á faglegan og hagkvæman hátt.
Myglusýni
Við bjóðum viðskiptavinum okkar að taka myglusýni. Sýnið er svo sent til frekari rannsóknar í Danmörku. Það tekur u.þ.b. 12 daga að fá niðurstöður.
Í niðurstöðunum koma fram hvaða myglusveppir vaxa á ætinu og hversu margar kólóníur eru á sýninu.
Verð án vsk 17.600 kr./stk.
Okkar ráðgjöf
Gæðaeftirlit
Myglusveppur? Hvers vegna myndast myglusveppur í byggingum?
Orsakirnar eru oft:
NÝBYGGINGAR
ELDRI BYGGINGAR
Atferli
Venjur okkar og hegðun hefur áhrif á hvort myglusveppur myndast í íbúðarhúsnæði. Til dæmis getur rangt hitastig og ónóg loftræsting innandyra valdið rakaþéttingu, sem eru kjöraðstæður myglusvepps.
Meðaltalsfjölskylda losar allt að 15 lítra af vökva á sólarhring út í íbúðina. Þetta gerir kröfur um loftræstingu húsnæðisins og líka um hvernig atferli okkar innandyra er.
MT Ísland getur í svona tilfellum hjálpað til við að leysa þessi vandamál og með bæði ráðgjöf og hreinsun, sjá til þess að koma í veg fyrir vandamál af þessu tagi.
Innivist - Verkáætlun
Skýrsla
Við höfum tamið okkur faglega nálgun við að fjarlægja og farga byggingarefni sem innihalda heilsuspillandi og hættuleg efni. Einvörðungu þeir sem hafa réttindi og þekkingu til að að fjarlægja þessi efni, taka þátt í slíkum verkefnum í okkar fyrirtæki. Við þessar aðstæður vinnum við eftir viðurkenndum verklagsreglum. Grundvallaratriði við slíkar aðstæður er að fylgja reglum um réttan öryggis- og hlífðarbúnað fyrir starfsmenn og farga eiturefnin á viðurkenndum förgunarstöðum.
PCB
PCB stendur fyrir polychlorianted biphenyl. PCB er efnaflokkur með yfir 200 lífræn hringsambönd tengd klór. Efnið er umhverfis- og heilsuspillandi og hefur eituráhrif á efnaskipti líkamans, sem getur verið krabbameinsvaldandi.
Vegna margra eiginleika var PCB notað sem aðskotaefni í byggingarefnum árunum 1950-1977. Í framleiðsluferlinu er efnið í olíuformi. Árið 1977 var notkun PCB stranglega bönnuð í Danmörku.
Byggingarefni þar sem PCB hefur verið notað sem aðskotaefni: þéttingar á gluggum, málningu, rafþéttum, gólfefnum og fúgum.
MT Ísland býður viðskipavinum að taka sýni sem síðan er sendt til frekari rannsóknar um hvort efnið innihaldur PCB.
Asbest er samheiti yfir nokkrar steintegundir sem allar eiga það sameiginlegt að mynda asbestþræði.
Á árunum 1930 til 1970 var asbest aðallega notað í hljóð og hitaeinangrun, lím, leir og gólfdúk.
Asbest brotnar auðveldlega niður og myndar smáar asbestagnir. Við innöndun festast þessar agnir í lungum.
Við mikið magn geta þessar agnir haft áhrif á líkaman. En það kemur fyrst fram ca. 20-40 árum seinna, þá sem alvarlegt krabbamein.
Byggingarefni þar sem Asbest hefur verið notað sem aðskotaefni: þakplötur, plötur og röreinangrun.
MT ÍSLAND EHF. | VAGNHÖFÐI 17 | 110 REYKJAVÍK | SÍMI: 862-6310 | VSK númer 136481