Rakatjón

Rakatjón

Við höfum allan þann tækjabúnað sem þarf til þess að takast á við vatns- og rakatjón. Við takmörkum tjónið, dælum burt vatni, þurrkum og hreinsum. Auk þess framkvæmum við mælingar á skemmdum byggingarhlutum.


Rakatjón getur orðið á stöðum sem erfitt er að komast að. Við afmörkum svæðið til þurrkunar eða blásturs. 


Nýbyggingar

Í byggingaframkvæmdum geta vatnslekar og rakatjón auðveldlega átt sér stað vegna veðuraðstæðna eða vegna ónógrar þornunar á byggingarstað. Við bjóðum uppá þurrkun og blástur á framkvæmdastað, en það getur fyrirbyggt frekara tjón.


Hátt rakastig innanhús

Í vissum tilfellum getur verið þörf á að setja rakaskilju innanhús, en það á t.d. við um kjallara þar sem rakastig er hátt. Við slíkar aðstæður mælum við með sjálfvirkri rakaskilju sem kveikir á sér þegar rakastigið hækkar og heldur rakastigi loftsins undir 70% sem eru vaxtarmörk myglunnar.


Rakamælingar

Við bjóðum uppá að mæla raka í flestöllum byggingarefnum, bæði fyrir og eftir framkvæmd.