Nýlega notuðum við þjónustu MT Ísland við skoðun og viðgerðir á íbúð í hlíðunum.
Þjónustan var til fyrirmyndar og fengum við strax betri úttekt og ódýrari skýrslu en annað þekkt fyrirtæki sem við höfðum fengið til að gera úttekt stuttu áður.
MT ísland sendi tvö myglusýni til greiningar til Danmerkur og var þá enginn vafi hvort um myglu væri að ræða og hvar í íbúðinni.
Við fengum þá til að benda á hluti sem mætti gera við í íbúðinni og skrifa upp kostnaðarátætlun.
Kostnaðarátætlunin var ítarleg og stóðst. Þegar við komum með hugmyndir var ekkert mál að aðlaga þær og var Arnór, tengiliður okkar hjá MT Ísland alltaf tilbúinn að aðstoða.
Verktakarnir voru sérstaklega snyrtilegir, og snöggir til verka. Einnig má hrósa þeim fyrir útsjónasemi í að leita að ódýrustu lausnum sem samt voru vandaðar framkvæmdir.
Eina atvik sem mætti setja út á var þegar píparaverktaki lagði í stæði sem hann mátti ekki og læsti kerru þar. Málið var þó leyst daginn eftir þar sem Arnór hafði unnið þreytulaust í málinu og var því bjargað strax.
Öll þjónusta var til fyrirmyndar og munum við sækja þjónustu þeirra aftur við hverjar þær framkvæmdir sem upp koma.
Indriði og Elístabet, eigendur íbúðar í hlíðunum
MT ÍSLAND EHF. | TURNAHVARF 6S | 203 KÒPAVOGUR | SÍMI: 862-6310 | VSK númer 136481